Thursday, March 31, 2011

Notorious


Myndin er um líf rapparans fræga Christofer Wallace, betur þekktur sem Notorious B.I.G. og fer með áhorfandann í gegnum allt líf hans, allt frá æsku hans, hvernig þessi saklausi skóladrengur frá Brooklyn kom sér í dópheiminn og endaði sem einn besti og frægasti rappari allra tíma. Notorious notaði allar sínar stundir í æsku til að semja texta og sýndi snemma afburðahæfileika í rappkeppnum á götum Brooklyn. Græðgin fyrir peningum og glingri leiddi hann síðan í dópheiminnn þar sem hann seldi ótakmarkað krakk á götunum áður en hann og vinur hans voru teknir af löggunni fyrir ólöglegan vopnaburð. Annarhvor varð að taka á sig sökina og fara í fangelsi fyrir einu byssuna sem löggann fann og tók vinur hans það á sig því Wallace átti meiri möguleika í lífinu í rappheiminum. Eftir þetta atvik tileinkaði Wallace sér rappi og tók sér listamannsnafnið Biggie Smalls eða Notorious B.I.G. og með hjálp Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, tóku þeir rappheiminn undir sig. Þegar á toppinn er komið steðjar hættan að því leiðin liggur aðeins niður af við þaðan. Eftir tryllta skotárás á helsta keppinaut og vin hans, Tupac þá er hann síðan sakaður um að standa á við hana og hefst þá mikill rígur milli þeirra og því myndaðist einnig mikill rígur milli austurstrandarinnar (east side) ,sem Biggie stóð fyrir, og vesturstrandarinnar(west side), sem Tupac stóð fyrir. Eftir að Tupac er síðan myrtur stuttu síðan verður rígurinn mun meiri sem endar með því að Biggie er skotinn til bana í bílnum sínum.
Mér fannst myndin mjög góð og tónlistin í myndinni var væntanlega öll eftir Biggie sem fékk mig til að meta hann mikils sem tónlistarmanns. Nokkur atriði í myndinni stóðu uppúr. Eitt var það þegar Biggie var ennþá á sínum skólaárum og kennarinn sagði honum að ef hann myndi halda svona áfram á þeirri braut sem hann var á myndi hann enda sem sorpumaður. Í næsta tíma sneri Biggie aftur og útskýrði fyrir kennaranum og jafnframt öllum bekknum að sorpumenn fá betri laun og þar af leiðandi yrði hann betur staddur í lífinu en sjálfur kennarinn ef hann myndi enda sem slíkur. Í myndinni var skaðað orðspor rapparans lil kim sem var ekki sátt með gerð þessarar myndar og hvernig hún kom fram í henni.
Mjög góð mynd sem allir rappáhugamenn ættu að kynna sér.

1 comment: