Saturday, March 26, 2011

Fight Club


Úthugsuð snilld frá David Fincher. Margar leyndar staðreyndir eru mikilvægar í þessari umfjöllun sem fékk mig til að heillast af myndinni, t.d. það að Tyler Durden birtist 7 sinnum í myndinni áður en þeir hittast opinberlega sem sýnir að aðalpersónan(sem aldrei er nefnd nafni) er að skapa Tyler í huganum smátt og smátt áður en þeir hittast. Síðan er mjög áhugavert að fylgjast með samtölum þeirra, þegar maður horfir á myndina aftur, vitandi að þetta sé í raun sami maðurinn að tala við sjálfan sig. Einnig er skemmtilegt að spá í hvað aðalpersónan heitir í raun og veru en margar pælingar hafa komið um það efni af kvikmyndaáhugamönnum um allan heim. Frábærlega vel leikin mynd með mikilli hugsun og góðum endakafla.

1 comment:

  1. Hér má sjá upphaf nokkurra pælinga sem ekki fá að blómstra. Þú hefðir getað skrifað tvöfalt eða þrefalt lengri færslu frekar léttilega.

    2½ stig.

    ReplyDelete