Wednesday, March 30, 2011

La vita é bella


Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og segir sögu Guido, gyðingur sem reynir með öllum ráðum að fanga hjarta Doru sem kemur af stórum ættum. Það tekst á endanum. Síðan er seinna komið við sögu nokkrum árum síðar þegar þau hafa myndað fjölskyldu og hafa eignast son. Þegar þarna er komið við sögu hafa ofsóknir á gyðingum færst í aukana. Einn daginn þegar Guido og sonur hans, Giosué hefja sinn hversdaglega dag í bókabúðinni eru feðgarnir teknir á brott og er sent þá í lest sem á að taka þá útrýmingabúðir gyðinga. Dora, sem er þó ekki af gyðingaættum, vil ekki skilja við fjölskylduna og sannfærir Þjóðverjanna um að taka sig með. Meðan á öllum þessum hörmungum stendur áttar drengurinn sig ekki alveg hvað er að gerast og finnur þá Guido upp snjalla hugmynd til að strákurinn hans fyllist ekki ótta og skelfingu. Það er nefnilega afmælisdagur Giosué. Hann fær son sinn til að halda að þetta sé allt leikur sem hann skipulagði sérstaklega fyrir afmælið hans og að sigurvegarinn í leiknum fái skriðdreka í verðlaun. Hann segir að nasistarnir séu svona strangir því þeir vilja líka vinna skriðdrekann. Síðan skáldar hann upp ýmsar reglur sem drengurinn verður að hlýða til að fá sem flest stig og sá sem er fyrstur að ná 1000 stigum vinnur leikinn.Þegar fram líða stundir fer Giosué að efast en Guido nær alltaf að sannfæra hann um að þetta sé bara leikur. Mér fannst myndin frábær. Hún er fyndin, spennandi og jafnframt mjög sorgleg. Sambandið milli feðgana er einkar skemmtilegt að fylgjast með og það var mjög skemmtilegt að horfa uppá sköpunargleði Guido vitandi að hann gerði allt til að halda stráknum sínum jákvæðum þrátt fyrir erfiða tíma. Það besta við myndina var að mínu mati aðalpersónan, Guido. Guido var fyndin, hugmyndaríkur og ástríðufullur fyrir fjölskyldu sinni og gerir allt fyrir hana. Endirinn á myndinni var frábær en jafnframt mjög sorglegur er við sjáum Guido vera tekinn á brott af þýskum hermanni vitandi að hann verði skotinn. Það stoppar hann ekki í að gleðja strákinn sinn sem felur sig í litlum klefi handan við hornið því hann veit að strákurinn sinn sé að horfa þegar hann apar eftir hermanninum á mjög ýktan og skondinn hátt við mikilla kátínu drengsins áður en hann er tekinn af lífi. Daginn eftir þegar drengurinn kemur út úr klefanum birtist síðan skriðdreki Bandamanna sem hafa hernumið nasistana og heldur drengurinn að þetta séu verðlaunin sem hann og Guido eru búnir að vinna saman að svo lengi.
Það kom engum á óvart þegar myndin fékk óskarinn sem besta erlenda mynd. Það sem þótti þó afar skemmtileg uppákoma á óskarnum var þegar að Roberto Benigni, leikstjóri og aðalleikari myndarinnar tók við verðlaununum en það þótti einkar skrautlegt Einnig fékk hann óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki.

2 comments:

  1. Myndbandið af skrautlegu uppákomunni af óskarsverðlaunaafhendingunni er hægt að sjá hér:
    http://www.youtube.com/watch?v=8cTR6fk8frs
    Það var af einhverjum ástæðum ekki hægt að setja þann link í bloggið.

    ReplyDelete
  2. Mér fannst þessi líka ansi góð á sínum tíma en þori eiginlega ekki að horfa á hana aftur. Það eru nefnilega svo margir kvikmyndaskríbentar sem nefna þessa sem eina verstu og mest móðgandi mynd allra tíma. Ég veit ekki.

    Ágæt færsla. 6 stig.

    ReplyDelete