Saturday, March 26, 2011

Touching the void


Leikin og sannsöguleg heimildarmynd sem segir frá tveimur fjallgöngumönnum sem fara í Perú til að klifra upp fjallið  Siula Grande. Þetta reyndist mun erfiðara en þeir héldu í fyrstu og lenda þeir í allskonar hremmingum á leiðinni niður. Uppbyggingin á myndinni er ´þannig að tekin eru viðtöl við Joe og Simon(fjallgöngumennina) sem segja í mikilli nákvæmni frá þessari reynslu og hvernig þeim leið í þessum aðstæðum og síðan er sagan sviðsett á meðan í leik. Það allrabesta við þessa mynd að mínu áliti er lífsviljinn sem Joe sýnir. Hann gafst aldrei upp í mjög erfiðum aðstæðum, þ.e.a.s. illa fótbrotinn, þreyttur og án matar og vatns.
Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, hefur gert margar góðar myndir á borð við The last king of Scotland og State of play en hann er einnig frábær í að gera heimildarmyndir. Hann fékk óskarinn fyrir heimildarmyndina One day in September árið 2000 og fékk frábæra dóma fyrir Touching the void.

1 comment: