Wednesday, March 30, 2011

127 hours


127 hours er um Arbn Ralston sem er ungur fjallgöngumaður sem finnst fátt skemmtilegra en að klifra fjöll. Myndin kemur sér beint að efninu og eftir að Ralston er búinn að klifra smá í sprungunum á sléttunum þar sem hann er, þá rennur hann til með þeim afleiðingum að hann fellur niður marga metra og lendir hönd hans undir risagrjóti. Hann reynir að losa sig en það gengur ekki. Restin af myndinni gerist öll á þessum stað þar sem Ralston reynir með öllum ráðum að losa sig á milli þess sem hann tekur upp og lýsir tilfinningum sínum í þessum aðstæðum í myndavélinni sinni.
Áður en ég horfði á þessa mynd þá vissi ég nokkurnveginn hvað hún fjallaði um og óttaðist að hún yrði nokkuð langdreginn þar sem hún gerist mestöll á sama staðnum. Sú var þó ekki raunin. Ástæðan fyrir því er að hluta til hvernig maður nær að lifa sig í ástandið sem hann er í og hvað maður myndi nú sjálfur gera í þessum aðstæðum. Mér fannst þrjú atriði í myndinni standa uppúr. Fyrir það fyrsta var það atriðið þar sem hann minnist gamall og góða stunda í lífi sínu. Þar fannst mér eins og Ralston væri virkilega að átta sig á hversu gott líf hans hafi verið og hvað hann væri til í að upplifa svona minningar aftur. Þessar minningar hafa líka örrugglega átt stóran þátt í þeim lífsvilja sem hann sýnir seinna í myndinni. Annað atrið sem fannst einkar gott er þegar hann sviðsetur spjallþátt á myndavélina sína þar sem hann leikur spyrjanda og er sjálfur aðalgesturinn í þættinum og svarar spurningum um hvernig hann komst í þær aðstæður sem hann var búinn að koma sér í. Þetta atriði var mjög fyndið en einnig svolítið svekkjandi því það var ákveðinn uppgjafartónn og vonleysi í svörum hans þar sem hann mynnti sjálfan sig á hversu heimskulegt það hefði verið að koma sér í þessar aðstæður og láta engann vita hvert hann væri að fara og þar af leiðandi myndi enginn finna hann. Síðast en ekki síst var atriðið þar sem hann sker af sér hendina til þess að að komast burt. Það atriði sýndi einfaldlega hversu langt hann var tilbúinn að ganga til að lifa af. Þetta atriði var mjög ógeðslegt því það var sýnt höndina skerast í sundur og það var mjög átakanlegt. Mér fannst myndin mjög skemmtileg og hélt mér við efnið allan tímann þvert á móti minni spá fyrir myndina.

1 comment: