Saturday, March 26, 2011

Schindler's list


Myndin gerist í Póllandi í seinni heimstyrjöldinni og segir frá Oskar Schindler, kaupsýslumaður, sem er í nasistaflokknum og nýtir sér aðstæður í stríðinu til þess að fá ódýrt vinnuafl, gyðinga. Hann græðir helling á þessari starfsemi og bætir við sig fleiri og fleiri gyðingum sem líta á verksmiðjuna sem himnaríki í samanburði við útrýmingarbúðirnar. Myndin er frá 1993 og er svart-hvít. Myndin er löng en heldur manni við efnið allan tímann og þá ekki síst fyrir frábæran leik Liam Neeson. Leikstjóri myndarinnar er Steven Spielberg og fékk hann óskarinn sem besti leikstjórinn fyrir myndina. Einnig fékk myndin óskarinn fyrir bestu mynd. Steven Spielberg var ekki viss hvort hann hefði þroskan í að stýra myndinni þegar hann fékk boð um það. Hann reyndi þess í stað að fá Roman Polanski og fleiri til að leikstýra myndinni. Polanski hafnaði boðinu þar sem móðir hans hafði dáið í Auschwitz og hann hafði verið í og lifað af gyðingagettóin í Póllandi sjálfur. Spielberg ákvað loks að leikstýra myndinni sjálfur þegar hann byrjaði að hafa áhyggjur að fólk myndi samþykkja aðgerðaleysi gagnvart nýnasistum sem voru að rísa uppá þessum tíma líkt og áður hafði gerst.

1 comment:

  1. Hér vantar soldið þínar eigin vangaveltur um myndina. Hvað fannst þér flott og eftirminnilegt, og hvað ekki. Og svo framvegis... Annars að mörgu leyti ágætt. 3 stig.

    ReplyDelete