Thursday, March 31, 2011
Seven
Myndin er um tvo rannsóknarlögreglumenn, Sommerset og Mills, sem fá það starf fyrir hendur að leita að raðmoringja sem réttlætir gjörðir sínar á þeim grundvelli að fólk sé að hunsa 7 dauðasyndir manna og að hann sé frelsarinn sem fær skilaboð frá Guði til að gera þessar gjörðir. Mills og Sommerset rannsaka málið með tveimur mismunandi sjónarmiðum. Á meðan Sommerset reynir að skilja ástæðuna fyrir morðunum, þá er Mills að reyna að skilja hvað morðinginn er að hugsa og reynir að lesa út hvað hann tekur sér næst fyrir hendur. Myndin er uppbyggð þannig að eitt morð er tekið fyrir í einu og morðinginn hefur skilið eftir skilaboð um hvaða dauðasynd er að ræða. Síðan vinna Mills og Sommerset saman í að rannsaka málið þangað til þeir frétta af öðru morði. Þannig gengur myndin áfram í gegnum allar 7 dauðasyndirnar með svakalegum afleiðingum.
Það sem mér fannst mjög gott við myndina var sambandið á milli Mills og Sommerset en þeir voru mjög ólíkar týpur með mismunandi sjónarmið á hlutunum og í byrjun var sambandið á milli þeirra mjög stormasamt en þegar leið á myndina urðu þeir mun meiri félagar og skildu hvorn annan vel. Sommerset var ungur,æstur og metnaðarfullur meðan Mills var rólegur, yfirvegaður og hokinn af reynslu. Það var því fullkomið hlutverk fyrir Morgan Freeman sem er snillingur að leika áðurnefndan karakter en því er hann alls ekki óvanur. Það sem mér fannst einnig gott við myndina var síðasta morðið þar sem morðinginn notar sjálfan sig sem beitu til þess að tæla Sommerset í að ljúka við ætlunarverk sitt. Þá koma síðustu tvær dauðasyndirnar til sögu, öfund og reiði. Það var mjög átakanlegt atriði.
David Fincher svíkur engann með þessari frábæru mynd sem ég mæli eindregið með.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 stig.
ReplyDelete