Wednesday, March 30, 2011

Inception


Myndin er um Dorn Cobb sem stundar stuld af afar sérstöku tagi. Hann sérhæfir sig í að stela mikilvægum upplýsingum úr undirmeðvitund manna. Þessi atvinna hefur þó leitt hann á villigötur sem felast í því að hann hefur misst konuna sína og er alþjóðlegur flóttamaður sem sakaður er um að hafa drepið hana og kemst því ekki heim til Bandaríkjanna þar sem börnin hans búa. Hann fær svo verkefni sem felst í því að koma hugmynd fyrir í erfingja stórfyrirtækis. Sá sem ræður hann í verkefnið er Saito, keppinautur í bransanum, sem lofar Cobb að ef hann nær að klára þetta verkefni þá mun hann sjá til þess að hann komist heim til barnanna sinna. Lítið er um persónueinkenni í myndinni og lítið farið inní þeirra persónulega líf fyrir utan Cobb sem er aðalpersóna myndarinnar. Það er lítið um persóunleg sambönd, vonir og efasemdir. Af hverju persónurnar þurfa peninga fyrir verkefnið, hvernig þeir komust í þennan markað og allt í kringum þetta venjulega far sem Hoolywood myndir hafa flestallar eru einfaldlega hunsaðar. T.d. þegar Saito heldur því fram að fyrirtæki Maurice Fischer sé hættulegt fyrir heiminn útaf því að það á of mikið af orkuauðlindum í heiminum er einfaldlega gert ráð fyrir að sé satt. Mögulegar grunsemdir áhorfenda að Saito sjálfur gæti verið hættulegur og er að reyna að útrýma keppinauti sínum kemur aldrei fram í myndinni. Myndin kynnir fyrir okkur aðferðina á hvernig draumasameining fer fram. Eftir byrjunarsenu myndarinnar þar sem Cobb hittir Saito í Limbo, erum við áhorfendur steypt í gegnum nokkur lög af tengslum af draumum. Í raunveruleikanum eru Cobb, Arthur og arkitektinn að dreyma með Saito í lest, en við komumst seinna að því að það er æfing til að reyna á hæfileika Cobb í hugmyndastuldi í draumum. Þeim dreymir í lestinni að þeir séu í íbúð þar sem Satio hittir konuna sína. En í íbúðinni eru þeir í raun að dreyma að þeir séu í lúxushöll Saito þar sem Cobb er að reyna að komast að leyndarmálum Saito. Sú tilraun er skemmd með tilkomu Mal, konu Cobb og draumaheimurinn eyðileggst. Það sem er flókið við þetta ferli er að Christofer Nolan, leikstjóri myndarinnar fer ekki hefðbundna leið í að fara í gegnum lög draumana. Við förum ekki frá íbúðinni í lúxushöllina heldur í staðinn förum við í öfuga átt. Fyrst förum við frá lúxushöllinni í íbúðina og þaðan frá íbúðinni í lestina. Þessi óhefðbundna leið í gegnum draumana er að mínu mati það sem gerir myndina einstaklega skemmtilega. Þótt margir gagnrýni myndina á þeim forsendum að persónurnar séu lítið grandskoðaðar persónulega þá finnst mér það ekki skemma neitt fyrir því flest allar Hollywood myndir rýna mikið í persónulegt líf persónana í myndum sínum og því er mjög fínt að fá öðruvísi mynd sem hunsar það og einblínir meira á spennusenurnar og ,,plott‘‘ myndarinnar og það er mögulega ástæðan fyrir því að myndin er eins vinsæl og hún er.
Christofer Nolan leikstýrði myndinni og gerði handritið að því og tók það hann mörg ár að ljúka við handritið sem sýnir hversu mikla vinnu hann lagði í þessa mynd.

2 comments:

  1. Bloggið er að hluta til tekið úr gamalli skýrslu sem ég sendi þér fyrr á árinu.

    ReplyDelete