Tuesday, March 29, 2011

Mat mitt á árinu í kvikmyndagerð

Það sem tókst vel í kvikmyndagerð í ár að mínu mati voru gerðir maraþonmyndana. Það var erfitt en skemmtilegt að taka upp myndina og klippa hana en jafnframt mjög lærdómsrík reynsla. Það sem mér finnst að geti bætt kvikmyndagerðaáfangann er að einbeita okkur aðeins minna á kvikmyndasögunni og þess í stað nota kanski tímann til að fara í tölvustofuna oftar og læra t.d. betur að klippa myndir. Einnig fannst mér klippukerfið sem við fengum til að klippa heimildarmyndina svolítið of flókið og leiðinlegt kerfi, semsagt spurning hvort það sé hætt að annaðhvort að skipta um kerfi eða læra betur á það. Sá hluti sem nýttist mér best í áfanganum var að taka upp bæði maraþonmyndina og heimildarmyndina. Mér finnst einnig að við gætum notum miðvikudagstímana í að horfa ekki alltaf bara á kvikmyndir heldur nota þann tíma t.d. í að æfa okkur í að búa til sögulínur fyrir myndir og læra betur að gera handrit.
Væntingarnar sem ég hafði til námskeiðsins í upphafi var að fá ákveðinn grunn í að gera kvikmyndir, þ.e. skrifa handrit, læra að klippa, leika og svo framvegis. Þær væntingar stóðust en eins og ég er búin að koma á, þá finnst mér að það mætti gera fleiri verkefni á þeim nótum og minnka aðeins við lærdóm í sjálfri kvikmyndasögunni. Það sem ég var einnig ánægður með í áfanganum var þegar íslensku leikstjórarnir komu og veittu okkur innsýn í þeirra starf. Þeir tímar fannst mér mjög áhugaverðir. Það sem mér fannst einnig mætti betur fara var að það ætti ekki alltaf að hafa sömu hópana í myndunum sem við gerum heldur blanda þeim meira milli mynda. Þannig myndi maður læra betur að vinna með mismunandi fólki og heyra mismunandi sjónarmið varðandi gerð myndana. Mér finnst samt bara fínt að sýna allar myndirnar í einu því þá er léttara að bera þær saman og gefa þeim einkunnir. Það fyrirkomulag finnst mér að ætti ekki að breyta. Í sambandi við hvernig ætti að hvetja til meiri og metnaðarfyllri blogg þá finnst mér það sniðug hugmynd að gefa stig fyrir komment á færslunum en þó finnst mér að aðeins ætti að gefa stig fyrir kommentin ef þau eru nógu góð , þ.e.a.s. uppbyggileg gangrýni eða góðar spurningar varðandi færsluna. Annars er ég bara frekar sáttur við þennan áfanga og hvernig hann var uppbyggður.

1 comment:

  1. Takk fyrir fínar athugasemdir. 10 stig.

    Ég er sammála því að það mætti svo sannarlega bæta meiru verklegu við. Sérstaklega hefði ég átt að nýta mér smæð hópsins í fleiri verklegar æfingar.

    ReplyDelete