Saturday, March 26, 2011

Shawshank Redemption


Frábær mynd með góðri sögu. Myndin heldur manni við efnið allan tímann þrátt fyrir að vera löng og er dramtísk, spennandi, sorgleg og fyndin á köflum. Það sem mér þótti best við myndina var hvernig Andy Dufresne hélt í vonina í gegnum allt mótlætið sem hann fékk og þolinmæðin sem hann sýndi meðan hann gróf sig úr klefanum í 20 ár var aðdáunarverð. Myndin sýnir einnig hvernig menn geta orðið háðir því að vera í fangelsi eins og kemur fram þegar Brooks vil ekki fara þaðan útaf því að í fangelsinu var hann mikilvægur maður en fyrir utan það var hann einskis metinn og átti engan að. Shawshank Redemption svíkur engan og er frábær í alla staði.

1 comment: