Saturday, March 26, 2011
Ocean's eleven
Ocean's eleven segir frá Danny Ocean sem er nýsloppinn úr fangelsi. Stuttu seinna safnar hann 11 manna liði sem hefur það markmið að ræna þremur stærstu spilavítunum í Las Vegas en það reynist vægast sagt hægara sagt en gert. Seinna í myndinni kemur í ljós að það eru ekki aðeins peningarnir sem eru aðalástæðan á ráninu heldur vill Danny fyrst og fremst hefna sín á eiganda spilavítanna þriggja, Benedict sem er í sambandi með fyrrverandi konu hans. Myndin skartar úrvalsleikurunum George Clooney, Matt Damon, Juliu Roberts, Andy Garcia og Bratt Pitt. Það sem mér fannst best við myndina er sú staðreynd að verkefnið virðist algjörlega ómögulegt og hversu vel skipulagða áætlun þeir þurfa að hafa til að ræna spilavítið. Myndin er enn ein rósin í hnappagatið hjá leikstjóranum Steven Soderbergh en hann hefur gert fleiri góðar eins og informant, The good German, og Che svo einhverjar séu nefndar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Í styttri kantinum. Það væri gaman að fá einhverjar pælingar og vangaveltur með. 2 stig.
ReplyDelete