Thursday, March 31, 2011

The Big Lebowski


Mynd fjallar um Jeffrey Lebowski sem kallar sig ,,The dude'' sem er ruglað saman við annan Lebowski sem er milljónarmæringur og sagt honum að borga stóra skuld sem hann veit ekkert um. Þegar The Dude áttar sig á þessum miskilning fer hann á fund með nafna sínum sem vill ekkert skipta sér af þessum málum og rekur hann út. Nokkru seinna fær The dude boð um að snúa til baka til nafna síns. Þar segir hann frá mannráni á konu sinni og sýnir honum miðann sem hann fékk um lausnargjald. Hann fær The dude til að taka að sér að hitta þessa mannræningja með lausnargjaldið og fá konuna sína lausa. The dude fær þá hugmynd í kollinn að kona hans hafi líklega rænt sér sjálf fyrir peningana en fær engu að síður keilufélaga sína sem eru einkar skrautlegir með í þetta verkefni. Þeir ná að klúðra þessu verkefni á afar misheppnaðan hátt og hefst þá stórskemmtileg atburðarrás út restina af myndinni með furðulegum afleiðingum. Mér fannst myndin mjög góð og aðalástæðan fyrir því er aðalpersónan ,, The Dude'' sem Jeff Bridges leikur mjög vel. Það eina sem ,,The Dude'' gerir í lífinu er að slaka á og spila keilu. Fatasmekkurinn hans er mjög furðulegur þar sem hann klæðist náttsloppi sem hann fer aldrei úr. Það skiptir ekki máli hvort hann sé að spila keilu eða er í lífshættu því hann nær alltaf að vera jafn afslappaður.
Myndin fékk ekki góða dóma þegar hún kom fyrst út en með árunum fóru kvikmyndaáhugamenn að sjá gæðin við þessa mynd og er hún nú stimpluð sem ,,költ'' mynd í kvikmyndaheiminum. Myndin náði svo vel til margra að á endanum var stofnað hálfgerð trúarstefna sem kölluð er dudeism og tileinkuð er lífstíl hans í myndinni. Ég mæli eindregið með að þið skoðið heimasíðu þeirra hér (http://dudeism.com/)

1 comment: