Saturday, March 26, 2011
Goodfellas
Myndin sem er sannsöguleg og segir frá yngri árum Henry Hill í undirstéttum ítölsku mafíunnar í Bandaríkjunum í gegnum þrjá áratugi, er eitursvöl spennumynd sem er frábærlega vel leikin , sérstaklega af Ray Liotta og Joe Pesci ásamt Robert de Niro. Myndin rýnir mjög vel í starfsemi mafíunnar á þessum tíma og er mjög nákvæm. Traust er mjög mikilvægur hluti í þessari mynd og mér fannst merkilegt hvað persónurnar tengdust mikillum fjölskylduböndum. Um leið og traustið fór á milli þeirra þá fór allt niður á við. Myndin sýnir líka hversu erfitt er að vinna sig upp í ítölsku mafíunni. Mér fannst það líka svolítið fyndið hversu góðu vanir þeir voru þar sem þeir borguðu aldrei fyrir það sem þeir fengu. Samband þeirra Henry og Karen var einnig skemmtilegt að fylgjast með því það var mjög sveiflukennt. Að mínu mati er þetta ein besta mynd sem gerð hefur og sýnir hversu hlutirnir geta breyst snöggt í þessum glæpaheimi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ágætt en stutt. 2½ stig.
ReplyDelete