Tuesday, April 5, 2011

Ace of Spades


Það fyrsta sem ég vil koma fram á er að gerð myndarinnar var einkar skemmtileg í vinnslu og gekk hratt fyrir sig, þá aðallega vegna reynslu okkar úr fyrri kvikmyndaverkefnum. Hugmyndin að myndinni var auðvelt að vinna með og handritsgerð því í auðveldari kantinum. Ásamt því að fara eftir sögulínunni á blaðinu þá fengum við oft líka hugmyndir á meðan töku myndarinnar stóð og pössuðu þær senur vel inní myndina. Dæmi um slíka senu var þegar það kom haglél og við notfærðum okkur það til að sýna hversu geðveik hún(marta, aðalpersónan) var orðin undir lokin á myndinni. Það var líka mjög skemmtilegt að leika í myndinni. Myndatakan var kanski ekki alltaf fullkomin en annars fannst mér allt ganga framar vonum. Við notuðum nýtt klippukerfi í þessari mynd en í hinum verkefnunum og fannst mér það einfalt og skemmtilegt kerfi. Það var t.d. mjög auðvelt að setja tónlist inní myndina og klippa út misheppnaðar tökur. Hljóðið í myndinni virkaði ekki í 2 senum á myndinni þegar við horfðum á hana í tímanum en það virkaði fullkomlega þegar við horfðum á hana kvöldið áður þ.a. ég vona að það lagist. En verkefnið var afar skemmtilegt og það er vel við hæfi að bæta við svona verkefni á komandi misserum í kvikmyndagerð.

Hinar myndirnar sem við sáum voru að mínu mati báðar mjög góðar og það var afar gaman að fylgjast með þeim. Allar myndirnar voru gjörólíkar sem gerði þetta afar fjölbreytt og skemmtilegt.

1 comment:

  1. Skemmtileg mynd. Sýnir ágætis reynslu "í bransanum". 4 stig.

    ReplyDelete